Dýrfirðingur í bæjarstjórn Grindavíkur

Birgitta Rán Friðfinnsdóttir.

Ein eftirtektarverðustu úrslit í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí voru í Grindavík. Miðflokkurinn jók fylgi sitt úr 15% í 32% og fékk 3 bæjarfulltrúa kjörna af sjö, en hafði áður haft aðeins einn. Í öðru sæti listans var Birgitta Rán Friðfinnsdóttir frá Þingeyri, dóttir Sigríðar Helgadóttur frá Alviðru og Friðfinns Sigurðssonar frá Ketilseyri. Birgitta er því nýr bæjarfulltrúi í Grindavík.

Þess má geta að oddviti listans Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir var um tíma búsett á Þingeyri.

DEILA