Blámi: Nýr Rannsóknar og Þróunarstjóri

Tinna Rún Snorradóttir hef­ur verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Tinna mun sinna ný­sköp­un og þróun tæki­færa í orku­skipt­um með áherslu á sjávartengda starfssemi og flutninga.

Tinna Rún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Accenture í Kaupmannahöfn, en snýr nú aftur heim á Vestfirðina en Tinna er ættuð frá Súðavík. Tinna er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu í iðnaðar og rekstrarverkfræði frá Danska Tækniháskólanum (DTU).

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Meginmarkmið Bláma er að styðja við og efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna með því að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði.

DEILA