Vesturbyggð: kostnaður við snjómokstur langt fram úr áætlun ársins

Kostnaður við snjómokstur í Vesturbyggð var í byrjun apríl kominn upp í 22,3 milljónir króna. Er það langt umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun ársins 2022 sem eru 13,6 milljónir króna.

Bæjarráð Vesturbyggðar segir í bókun að mjög óvenjulegar aðstæður hafi verið uppi en er óhætt að segja „að snjómokstri á Patreksfirði og Bíldudal hafi verið sinnt með sóma og að brugðist hafi verið við með þeim hætti sem hægt var hverju sinni. Bæði stóðu verktakar sem og starfsmenn sveitarfélagsins sig vel.“

Lögð verður fyrir bæjarstjórn tillaga um hækkun fjárveitingar til snjómoksturs svo hægt verði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs.

DEILA