Tveir framboðslistar komu fram í Vesturbyggð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar rétt eins og fyrir fjórum árum. Listi sjálfstæðismanna og óháðra og listi Nýrrar Sýnar. Þegar hefur verið greint frá lista sjálfstæðismanna og óháðra hér á Bæjarins besta.
Listi Nýrrar sýnar var kunngerður í dag. Jón Árnason, skipstjóri og bæjarfulltrúi sem var í fjórða sæti listans fyrir fjórum árum skipar efsta sætið. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi er í öðru sæti, Friðbjörn Steinar Ottósson er í þriðja sæti og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir skipar fjórða sætið.
Úrslit kosninganna 2018 urðu þau að D listinn fékk 3 bæjarfulltrúa og N listi 4 bæjarfulltrúa.
