Uppskrift vikunnar – Páskalambið

Á það ekki sérstaklega vel við núna að vera með páskalambsuppskrift? Þessi klikkar aldrei að minnsta kosti ekki að mínu mati.

Innihald:

2-3 msk. ferskt timían
2 stk. skarlottulaukur
3 msk. ólífuolía
Sjávarsalt og pipar

Byrjið á því að snyrta lambalærið og setja það í góðan pott sem má fara í ofn.

Útbúið marineringuna, setjið ólífuolíuna í skál, saxið niður ferskt timían og raspið niður skarlottulauk með rifjárni. Blandið öllu saman ásamt því að salta og pipra blönduna.

Smyrjið blöndunni á lærið og passið að ná á alla fleti lærisins. Best er að leyfa lærinu að marinerast í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Setjið lærið í ofninn. Mér finnst best að hægelda það við 120 gráðu hita í um 3-4 klukkustundir en það miðast við 2,5 kílóa læri.

Þegar um 30 mínútur eru eftir af steikingartímanum er gott að taka lærið út og setja nokkrar smjörklípur yfir það og svo aftur inn í ofn, þetta gerir yfirborðið stökkt og gott.

Leyfið lærinu að standa aðeins eða í um 15-20 mínútur þegar það er tilbúið áður en það er skorið og borið fram.

Fallegt að setja smá ferskt timían, bláber eða tómata til skreytingar og svo bragðast það einnig vel með lærinu.

Heimagert rauðkál
½ rauðkálshaus
3 msk. sykur
50 g smjör
1 tsk. salt
Smá rauðvín, ca. 1 msk. (val)

Byrjið á að saxa rauðkálshaus gróflega og steikið hann upp úr smjörinu. Bætið svo salti og sykri við og hrærið í blöndunni þar til sykurinn leysist upp. Leyfið að malla við vægan hita í um 30-40 mínútur og lengur ef tími gefst, það verður bara betra.

Kartöflugratín

400-500 g kartöflur
Salt og pipar
150 g rjómi
3 msk. smjör
10 stk. ferskir sveppir (meðal-stórir)
2 hvítlauksrif
Rifinn ostur
Season All-krydd

Byrjið á að skera sveppina niður í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, raspið niður hvítlauksgeirana og blandið saman við.

Látið malla saman á pönnunni í nokkrar mínútur. Skerið kartöflur í sneiðar og raðið í eldfast mót, saltið og piprið vel. Hellið rjómanum yfir sveppina á pönnunni og leyfið að blandast saman áður en rjómablöndunni er hellt yfir kartöflurnar og hrært vel í.

Stráið rifnum osti yfir og að lokum er smá Season All-kryddi stráð yfir, kartöflurnar settar inn í ofn og bak-aðar í um 35 mínútur við 180 gráður.

Verði ykkur að góðu og gleðilega páska!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA