Strandakonan Árný Helga Íslands- og bikarmeistari

Árný Helga Birkisdóttir vann nýverið Íslandsmeistaratitil á Unglingameistaramóti Íslands í hefðbundinni göngu og einnig bikarmeistaratitil á sama móti.

Árný keppir fyrir Skíðafélag Strandamanna (SFS) og er hún sú þriðja til að hljóta þessa titla frá SFS og fyrsta stúlkan frá félaginu. Hún æfir einnig frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar á sumrin.

Árný er 15 ára og býr í Tröllatungu í Strandabyggð og er í Grunnskóla Hólmavíkur.

DEILA