Stærsti kranabíll á Vestfjörðum

Nýlega fengu Vestfirskir verktakar afhentan nýjan kranabíl frá fyrirtækinu trukkur.is. Kranabíllinn getur lyft hlutum allt að 32 metrum frá sér og hefur lyftigetu sem mælist 92 tonn/metrar á meðan sá krani sem fyrirtækið var með hafði lyftigetu upp á 53 tonn/metra.

Ætla má að kraninn komi sér vel í þeim framkvæmdum sem fram undan eru hjá Vestfirskum verktökum við skemmubyggingu á Ísafirði, laxasláturhúsi og fiskmarkaðshúsi í Bolungarvík og öðrum framkvæmdum sem fyrirtækið er með.

Hafþór Rúnar Sigurðsson afhendir Skúla Sveinbjörnssyni bílinn
DEILA