Lögð hefur verið fram í skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar valkostagreining unnin af Verkís ehf. í mars 2022 vegna landfyllinga og íbúðarsvæða í Skutulsfirði. Lagðir fram fjórir valkostir af hálfu Verkís í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar dags. 22. október 2021, þar sem valkostagreining snýr að uppfyllingum við Pollgötu, Mávagarð, Suðurtanga og norðan Eyrar.
Í umsögn Skipulagsstofnunar segir að skipulagið muni hafa mikil áhrif á bæjarmynd, staðaranda og mannlíf. Segir stofnunin að :
- Skoða þarf vel forsendur, m.a. þörf og framboð af íbúðarhúsnæði
- Marka þarf stefnu um fjölda og tegund húsnæðis í samræmi við húsnæðisáætlun
- Skoða þarf tengingu við eldri byggð, þéttleika og mynstur íbúða
- Meta þarf aðra valkosti til uppbyggingar íbúðarsvæðis, sem og útfærslu á landfyllingu
- Breytinguna þarf að vinna í samvinnu við íbúa
Í gildandi aðalskipulagi er innan Skutulsfjarðar mögulegt að koma fyrir 220 nýjum íbúðum sem rúma munu 530 manna fjölgun. Dreifast þær þannig:
Suðurtangi (3,5 ha): 70
Tunguskeið (13 ha): 70
Efribær: 17
Eyrin: 40
Holtahverfi: 4
Seljalandshverfi: 18
Hafrafell: 5
Verkís kynnir fjóra möguleika á landfyllingu, við Mávagarð, Pollinn, Suðurtangi og norðan Eyrar og segir um þá að allir komi þeir til greina.

