Málþing fór fram en námskeiði var frestað

Um liðna helgi var haldið málþing á Flateyri um handverk og hefðir við smíði súðbyrðinga

Til stóð að halda einnig námskeið í smíði súðbyrðinga á Flateyri. Af því gat ekki orðið vegna forfalla kennara sem vera átti á námskeiðinu.

Nú er stefnt að því að námskeiðið verði á komandi hausti. Þess má geta að mikið aðsókn var að námskeiðinu og kemur jafnvel til greina að bæta öðru við í haust.

DEILA