Hólmfríður Vala Svavarsdóttir lagði af stað í dag yfir Grænlandsjökul á gönguskíðum. Hún er í hópi undir forystu Vilborgar Arnar Gissurardóttur sem gengur frá vesturströnd Grænlands þvert yfir jökulinn til austurstrandarinnar.
Daníel Jakobsson, eiginmaður Hólmfríðar sagði í samtali við Bæjarins besta að ferðin tæki fjórar vikur og vegalengdin væri um 540 km. Þau hefðu rétt í þessu verið að spenna á skíðin og leggja af stað yfir jökulinn.
Myndir: aðsendar.