Ísafjarðarbær vill sameina húsfélögin Hlíf I og Hlíf II – kostar 23 m.kr.

Dagdeild aldraða er 38% undir áætlun í launakostnaði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill sameina húsfélögin á Hlíf I og Hlíf II á Ísafirði á grundvelli samkomulags um viðhaldsáætlun til fjögurra ára sem mun jafna mismunandi viðhaldsþörf húsfélaganna.

Samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar er viðhaldsþörf hússins þ.e. kostnaður við lagfæringar á sameign í eignarhlutum Ísafjarðarbæjar, sem tilheyrir sameigna í sameinuðu húsfélagi fyrir Hlíf I og II, ásamt tengibyggingu, samtals 31.370.984 kr. Skiptist þessi kostnaður í tengibyggingu 3.049.998 kr. og Hlíf I 28.320.986 kr. sem hvort tveggja er séreign Ísafjarðarbæjar.

Á móti er kostnaður húsfélags Hlífar II (séreign íbúa) á sameign í eignahlutum sem tilheyra sameinuðu húsfélagi eru 8.181.157 kr.

Mismunurinn eru rúmar 23 milljónir króna sem sem Ísafjarðarbær þyrfti að leggja til í viðhaldi til þess að húsfélögin stæðu að jöfnu við sameiningu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að útfæra viðhaldsáætlun til næstu fjögurra ára og leggja hana fyrir bæjarstjórn til samþykktar samhliða því að ganga til samninga við húsfélögin um sameiningu á grunni fyrrgreinds viðhaldssamkomulags.

DEILA