Handbolti – Ísfirðingar í úrvalsdeild í fyrsta sinn

Hörður frá Ísaf­irði hefur tryggt sér sæti í úr­vals­deild­inni á næsta keppnistímabili.

Hörður sigraði Þór frá Ak­ur­eyri í lokaum­ferð 1. deild­ar karla í hand­knatt­leik á Ísaf­irði í kvöld.

Með sigrinum tryggði liðið sér sig­ur í 1. deild­inni og sæti í úr­vals­deild­inni í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins. 

Leikn­um lauk með 25:19-sigri Harðar en Rolands Le­bedevs átti stór­leik í marki Harðar og varði 16 skot.

Harðar­menn voru sterk­ari aðil­inn strax frá fyrstu mín­útu enda mikið í húfi fyr­ir þá en staðan í hálfleik var 14:9 Herði í vil.

Óli Björn Vil­hjálms­son var marka­hæst­ur í liði Harðar með 6 mörk og Sug­uru Hikawa skoraði 5 mörk.

DEILA