Handbolti – Hörður í efsta sæti í deildinni

Hörður vann sannfærandi sigur síðasta laugardag gegn ungmennaliði Aftureldingar 38-22 í Mosfellsbænum.

Harðarmenn náðu snemma yfirhöndinni og voru komnir 8-4 yfir eftir rúman 10 mínútna leik. Hálfleikstölur voru 19-11 fyrir Hörð. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri, Harðarmenn stjórnuðu leiknum frá fyrsta flauti til þess síðasta og unnu verðskuldaðan sigur 38-22.

Skemmtilegt að segja frá en báðir hálfleikur enduðu 19-11 fyrir Hörð. Með þessum sigri lyfti Hörður sér aftur upp í fyrsta sæti með eins stigs forystu á ÍR-inga.

Mörk Harðar í leiknum skoruðu: Axel Sveinsson 6, Þráinn Ágúst 6, Guntis Pilpuks 5, Jón Ómar 4, Mikel Amilibia 4, Sigeru Hikawa 3, Óli Björn 3, Elías Ari 2, Tadeo Salduna 2, Kenya Kasahara 1, Daníel Wale 1 og Ásgeir Óli 1.

DEILA