Fæstir fylgja ráðleggingum

Aðeins 2% landsmanna ná að uppfylla ráðleggingar um mataræði í heild miðað við niðurstöður landskönnunar sem Embætti landlæknis og Rannsóknarstofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands framkvæmdu á árunum 2019–2021.

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan manna, bæði til skemmri og lengri tíma. Embætti landlæknis hefur frá árinu 1990 fylgst reglulega með mataræði landsmanna með það að markmiði að leiðbeina bæði almenningi og stjórnvöldum um hvað megi bæta. Niðurstöður einnar slíkrar könnunar var gerð opinber á dögunum og var hún borin saman við niðurstöður könnunar frá árinu 2019.
Þar kemur í ljós að neysla ávaxta, mjólkur og trefjaefna minnkar. Inntaka kolvetna og viðbætts sykurs er á niðurleið en mettuð fita er enn of há miðað við ráðleggingar.

Samkvæmt niður- stöðunum stendur grænmetisneysla í stað og er að meðaltali 114 grömm á dag. Einungis 1% þátttakenda borðuðu meira en 250 grömm af grænmeti á dag eins og ráðlagt er. 

Þetta og margt fleira kemur fram í athyglisverðri grein eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur í Bændablaðinu.

DEILA