Alls voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. apríl sl. og fjölgaði þeim um 1.003 frá 1. desember 2021 eða um 1,8%.
Það þarf ekki að koma á óvart að mest hlutfallsleg fjölgun erlendra ríkisborgara er hjá einstaklingum með úkraínskt ríkisfang en þeim hefur fjölgað um 90,4% frá 1. desember sl. og voru þann 1. apríl sl. 455 talsins skráðir í þjóðskrá.
Sömuleiðis hefur verið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 40,7% og eru nú 640 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 92 einstaklinga og voru 21.283 talsins um síðustu mánaðarmót.