Botnfiskafli í mars dróst saman um 13,1% á milli ára

Heildarafli í mars 2022 var rúm 145 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 41 þúsund tonni meiri afli en í mars á síðasta ári.

Þar af nam loðnuaflinn rúmum 95 þúsund tonnum sem er um 50 þúsund tonnum meiri afli en í mars 2021.

Botnfiskafli nam 48 þúsund tonnum og dróst saman um 13,1% á milli ára. Af botnfisktegundum nam þorskaflinn tæpum 30 þúsund tonnum samanborið við 33 þúsund tonn í mars 2021.

Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2021 til mars 2022 var heildaraflinn tæp 1,5 milljón tonn sem er 37% meira magn en var landað á sama tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli rúm milljón tonn og botnfiskafli 449 þúsund tonn.

DEILA