Arnarfjörður: 16 km jarðstrengur

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í Arnarfirði til þess að heimila lagninggu 16 km 66 kV jarðstrengs frá Mjólká út að Hrafnseyri og þaðan með sæstræng yfir Arnarfjörð í átt að Bíldudal.

Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni Landsnets við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestjörðum.

Með breytingunni verður dregið verulega ur straumleysi og hægt verður að mæta aukinni orkuþörf.

DEILA