Vegagerðin auglýsir útboð á Bíldudalsvegi um Mikladal

Hafnar eru endurbætur á veginum yfir Mikladal.

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu, breikkun, styrkingu og lögn bundins slitlags á um 4,9 km kafla á Bíldudalsvegi um Mikladal.

Tilboð verða opnuð kl. 14:00 þriðjudaginn  5. apríl 2022 og verkinu á að vera lokið 31. ágúst 2023.

Um er að ræða lagfæringu á vegarkafla sem er það slæmur að umferð lítilla fólksbíla hefur oft þótt varhugaverð. Vegurinn er mjór og hefur litlar endurbætur fengið á liðnum árum

Mjór vegur hefur áhrif á hversu vel gengur að snjóhreinsa veginn og erfitt getur verið að mæta á stórum bílum á þannig vegi.

Rétt er að geta þess að fjöldi fólks fer á hverjum degi um veginn um Mikladal þar sem svæðið er eitt vinnusvæði.

DEILA