Útboð á hafnargarði í Bolungarvík

Hafnarsjóður Bolungarvíkurhafnar hefur ákveðið að óskar eftir tilboðum í verkið „Bolungarvík – Grjótgarður 2022“.

Helstu verkþættir eru: Útlögn grjóts og kjarna úr námu um 18.000 rúmmetrar. Áætlað er að efnisvinnsla fari fram upp á Skálavíkurheiði.

Einnig er í verkinu upptekt og endurröðun á um 2.300 rúmmetrum vegna tilfærslu á efsta hluta Grundargarðs.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. september 2022. Tilboð í verkið verða opnuð kl. 14:00 þriðjudaginn 15. mars 2022.

Útboð þetta er fyrsti áfangi í umtalsverðum framkvæmdum sem til stendur að gera hjá Bolungarvíkurhöfn.

DEILA