Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum heldur kynningarfund á niðurstöðum sínum um samantekt á orkumálum í fjórðungnum.
Fólst vinna hópsins í að skoða orkumál á Vestjörðum og koma með tillögur til úrbóta.
Fundirnir verða þrír, á Patreksfirði, í Bolungarvík og á Hólmavík.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður, skipuð af ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
- Elías Jónatansson, skipaður af Orkubúi Vestfjarða.
- Erla Sigríður Gestsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
- Gnýr Guðmundsson, skipaður af Landsneti.
- Iða Marsibil Jónsdóttir, skipuð af Vestfjarðastofu og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
- Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, skipaður af Orkustofnun.