Sjóvá trygg­ir flótta­fólk frá Úkraínu sem fær inni hjá við­skipta­vin­um

Sjóvá býð­ur frá og með 14. mars upp á trygg­inga­vernd fyr­ir flótta­fólk sem hing­að kem­ur frá Úkraínu og mun dvelja á heim­il­um við­skipta­vina fé­lags­ins, í íbúð­um þeirra eða sum­ar­hús­um í þeirra eigu.

Þessi við­bót verð­ur bæði flótta­fólki og þeim við­skipta­vin­um sem bjóða hús­næði að kostn­að­ar­lausu.

Vit­að er að hing­að er nú von á mikl­um fjölda fólks á flótta vegna stríðs­ins í Úkraínu. Með því að bjóða upp á aukna trygg­inga­vernd vill Sjóvá koma til móts við við­skipta­vini sem hugsa sér að bjóða flótta­fólki hús­næði.

Þetta mun ekki hafa áhrif á trygg­inga­kjör þeirra við­skipta­vina sem opna heim­ili sín með þess­um hætti og tjón sem eru bætt sam­kvæmt þessu hafa ekki áhrif á Stofn­end­ur­greiðslu sem þeir kunna að eiga rétt á.  

Til að tryggingin geti tekið gildi þarf eigandi húsnæðisins að vera með Fjölskylduvernd hjá Sjóvá. Hún verður samkvæmt skilmálum Fjölskylduverndar 2 sem innifelur m.a: 

  • Innbústryggingu og innbúskaskó sem fyrir persónulega muni sem flóttafólkið hefur meðferðis eða eignast á meðan það dvelur hér á landi.
  • Slysatryggingu í frítíma.
  • Ábyrgðartryggingu einstaklings

Þetta þýðir að munir flóttafólksins verða tryggðir t.d. vegna bruna, innbrota og óvæntra utanaðkomandi orsaka, þau tryggð fyrir slysum sem þau geta að orðið fyrir og skaðabótakröfum sem kunna að falla á þau sem einstaklinga. Tryggingin gildir til 1. október 2022. 

Þeir við­skipta­vin­ir Sjóvá sem ætla að veita úkraínsku flótta­fólki húsa­skjól þurfa að fylla út ra­f­ræna um­sókn á vefsíðu félagsins.

DEILA