Samningur við Aldrei fór ég suður endurnýjaður

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti stuðsamning Ísafjarðarbæjar við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024 á 491. fundi sínum þann 3. mars.

Samningurinn var undirritaður 4. mars, af þeim Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra, og Guðmundi M. Kristjánssyni, stjórnarformanni Aldrei fór ég suður.

Undirskriftin átti sér stað á Aldrei fór ég suðurgötu á Suðurtanga á Ísafirði og þeim til halds og trausts var Örn Elías Guðmundsson, rokkstjóri hátíðarinnar.

Í ár verður hátíðin haldin dagana 15-16. apríl og allar upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á aldrei.is

DEILA