Reykhóladagar verða 12. – 14. ágúst í sumar

Reykhóladagar verða í ár haldnir helgina 12.-14. ágúst. Þema hátíðarinnar verður menning og séreinkenni Reykhólahrepps.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma að hátíðinni geta sótt um styrki hjá Reykhólahreppi til að standa undir kostnaði við þeirra framlög á hátíðinni.

Verkefni sem tengjast menningu og sérkennum Reykhólahrepps eiga forgang á styrki.

Styrkir eru að hámarki 100.000 krónur fyrir hvert verkefni.

Þeir sem vilja fá nánari útskýringar á styrkjafyrirkomulagi eru hvattir til að mæta á íbúafund sem verður haldinn á næstu vikum og auglýstur á vef Reykhólahrepps.

DEILA