Patreksfjörður – Sorpsöfn­un­ar­svæði í Fjósadal

Fyrirhugað er að færa aðstöðu fyrir móttöku og flokkunaraðstöð sorps á Patreksfirði af Vatneyri yfir í Fjósadal í þeim tilgangi að bæta aðstöðu og rými við móttöku allra efna. Sérstaklega verður bætt við varðandi móttöku garðaúrgangs, raftækja og spilliefna. Jafnframt verður á svæðinu aðstaða til flokkunar heimilissorps og afsetningar þess.

Deiliskipulagssvæðið er um 0,5 ha að stærð og er staðsett neðst í Fjósadal.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 26. mars til 9. maí 2022 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 9. maí 2022.

DEILA