Orkuskipti smábátaflotans

Nýverið hlaut Háskólasetur Vestfjarða styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar fyrir rannsóknarverkefni um orkuskipti smábátaflotans.

Verkefnið kallast „Félagslegar og hagrænar hliðar orkuskipta smábátaflotans.“ Verkefninu stýrir dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólasetursins sem hefur mikla reynslu af rannsóknum á smábátaveiðum og sjávarbyggðum.

Orkuskipti og nýir orkugjafar eru viðfangsefni sem mikið er fjallað um þessa dagana. Í því sambandi er iðulega fjallað um tæknibreytingarnar sjálfar, hönnunaráskoranir og vandamál sem þarf að leysa m.t.t. innviða. Samhliða þessu er einnig mikilvægt að huga að félagslegum og hagrænum hliðum orkuskiptanna.

Fremur auðvelt ætti að reynast að aðlaga smábáta að nýrri tækni, auk þess sem skipstjórar þeirra hafa nú þegar góða þekkingu á því að laga sig að tækninýjungum.

En rannsóknir á umbreytingum snúast líka um að sjá fyrir það sem við vitum ekki. Ef við byggjum fullkominn bát, knúinn nýjum orkugjafa, er mikilvægt að svara þeirri spurningu hvort sjómenn muni nota hann.

DEILA