Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði

Bíldudalur við Arnarfjörð

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Arnarfirði.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 11. október 2021 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 8. nóvember 2021.

Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði og var umsókn móttekin 20. maí 2019.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfi FE-1159 í Arnarfirði mun ekki fara yfir 4.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Arnarfjarðar.

Fram kemur að auk fyrirhugaðs laxeldis Arctic Sea farm í Arnarfirði hafi fyrirtækin Arnarlax og Fjarðalax þegar heimild til framleiðslu á 11.500 tonnum af laxi í Arnarfirði.
Hafrannsóknastofnun hefur metið burðarþol Arnarfjarðar 20.000 tonn

Núverandi og fyrirhuguð eldissvæði framkvæmdaraðila á Vestfjörðum. Fyrirhuguð eldissvæði sem hér eru til umfjöllunar eru blálituð. Fyrirhuguð og núverandi eldissvæði Arnarlax eru afmörkuð með svörtum línum og bókstafnum A. Núverandi og fyrirhuguð eldissvæði Arnarlax (áður Fjarðalax) í Fossfirði eru afmörkuð með rauðum útlínum.

.

DEILA