Leiksýningin fyrirlestur um gervigreind

Fyrirlestur um Gervigreind er leiksýning sem fjallar um verkfræðinginn Stefán sem hefur farið sigurför um heiminn með boðskap sinn um gervigreind og framtíð mannkyns. Nú er hann kominn til Vestfjarða til að fræða fólk um tækniþróun og mögulegar hættur gervigreindar. Það sem hann veit ekki er að gervigreindin er nær en hann grunar.

Stefán Þór Þorgeirsson og er leikari og er að setja upp sýningu sem ber nafnið Fyrirlestur um Gervigreind. Sýningin er unnin upp úr einstaklingsverki sem hann setti upp í fyrra, árið 2021, þegar hann var nemandi í leiklist í Listaháskóla Íslands

Sýningin er um klukkutími að lengd og verður sýnd á fjórum stöðum á eftirfarandi tímum;

3. mars 2022 – Skjaldborgarbíó á Patreksfirði kl. 20:00 4. mars 2022 – Félagsheimilið á Þingeyri kl. 20:00 5. mars 2022 – Bragginn á Hólmavík kl. 20:00 26. mars 2022 – Edinborgarhúsið Ísafirði kl. 18:00 26. mars 2022 – Edinborgarhúsið Ísafirði kl. 20:00

Miðasala er við hurð og á Tix.is (https://tix.is/is/event/12700/fyrirlestur-um-gervigreind/) en miðaverð er 2500kr fyrir fullorðna og 1500kr fyrir 14-20 ára. Börn yngri en 14 ára fá frítt inn. Sýningin er þó ekki við hæfi barna yngri en 8 ára.

Á Hólmavík verður sérstakt tilboðsverð fyrir þá sem hyggjast borða á Cafe Riis fyrir sýningu en þá er miðinn á 2000kr við hurð.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Stefán Þór Þorgeirsson.

DEILA