Kolbeinn Jón Ketilsson með tónleika í Edinborg

Kolbeinn Jón Ketilsson óperusöngvari sem bý í Noregi en er fæddur á  Ísafirði verður með tónleika í sínum heimabæ þann 2. apríl kl. 17:00 í Edinborgarhúsi.

Með honum koma fram úrvals listamenn hver á sínu sviði og óhætt er að segja að um óvenjulegan og fjölbreytilegan listviðburð sé að ræða.

Matthildur Anna Gísladóttir leikur undir á píanó.

Flutt verða tvö stutt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, sérstaklega samin af þessu tilefni við tónlist eftir Guðna Franzson þar sem Marinó Máni Mabezza mun dansa og einnig mun Pétur Eggerz leikari, flytja  söguþátt (mónolog) um Þormóð Torfason (1636-1719), þann merkilega mann.

Auk þess verður skotið  inn örstuttum sögubrotum úr sameiginlegri sögu Íslands og Noregs fyrstu aldirnar eftir landnám og fallegum myndum varpað á tjald á sviðinu sem undirstrika það sem þar fer fram.

Flutt verða mörg fegurstu sönglög Sigvalda Kaldalóns og Edvards Grieg sem segja má að séu helstu fulltrúar rómantískrar tónlistar beggja landa.  Snilldarlegar þýðingar Reynis Axelssonar á ljóðum Grieg söngvana (Vinje, Ibsen og H.C, Andersen) verða lesnar áður en lögin eru sungin.  

Þessi dagskrá var flutt í Salnum í Kópavogi í febrúar sl. við frábærar undirtektir tónleikagesta.

DEILA