Karfan: Vestri gegn Njarðvík í kvöld

Frá leik Vestra við KR. Mynd: Anna Ingimars.

Á mánudaginn var mætti meistaraflokkur karla Þór Akureyri á útivelli og lönduðu glæsilegum sigri 73-117.

Í dag kl. 19:15 mæta þeir Njarðvíkingum hér heima.


Miðasala á Stubbi og við innganginn.
– Fullorðnir: 2.500 kr.
– Nemar og eldri borgarar 1.500 kr.
– Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.
Yngri börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Grímur eru valkvæðar en við hvetjum fólk til að nota þær og viðhafa persónubundnar sóttvarnir.

Þau sem ekki treysta sér í margmenni eða eru stödd í öðrum landshluta geta að sjálfsögðu horft á leikinn í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða: https://www.vvenue.events/vidburdarstofan 

DEILA