Ísafjörður: Hjúkrunarheimilis Eyri stækkað um 10 rými

Hjúkrunarheimilið Eyri. Mynd: Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Heilbrigðisráðuneytið og Ísafjarðarbær hafa gert samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði.

Byggð verður viðbygging tengd núverandi byggingu og þar verða 10 hjúkrunarrými sem bætast við þau 30 sem eru fyrir. Kostnaður er áætlaður rúmur hálfur milljarður króna og skiptist hann þannig milli aðila að ríkið greiðir 85% og sveitarfélagið 15%.

Áætlað er að verklegar framkvæmdir hefjist á þriðja ársfjórðungi árið 2022 og að taka megi heimilið í
notkun á fyrsta ársfjórðungi 2024.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um ákvörðun Alþingis um fjárveitingu á fjárlögum og ákvörðun
bæjarstjórnar um fjárveitingu í fjárhagsáætlun.

Í afgreiðslu bæjarráðs var áréttað að bygging á lóð að norðanverðu hugnast bæjarráði ekki.

Þá fól bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ríkið um að það yfirtaki fasteignina, en sveitarfélagið hefur óskað eftir því að ríkið yfirtakið alla bygginguna og skuldir henni tengdar.

DEILA