Ísafjarðarbær: vill taka á móti flóttafólki

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsti yfir vilja sínum í síðustu viku að taka á móti flóttafólki frá Úkraníu.

Máli’ var rætt á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóra var falið að hafa samband við ráðuneytið um áætlun við móttöku flóttamanna og næstu skef Ísafjarðarbæjar í málinu. Jafnframt var ákveðið að kannað verði framboð húsnæðis á vegum Ísafjarðarbæjar og hjá einkaaðilum.

Einkaaðilar sem hafa tök á að veita húsnæði eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sviðsstjóra velferðarsviðs.

 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, segir það afar mikilvægt að allir landsmenn sameinist í stuðningi við Úkraínu í þeim hörmungum sem á þeim dynja. „Ísafjarðarbær sýnir með þessu vilja sinn til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.“

DEILA