Ísafjarðarbær: ofanflóðavarnir fyrir 307 m.kr.

Kostnaður við ofanflóðavarnir á árunum 2019-2021námu alls 307 milljónum króna í Ísafjarðarbæ. Langstærstur hluti þeirra féll til á Flateyri síðasta ári, en kostnaður þar varð 206 m.kr. Á Árunum 2019-2021 varð 71 m.kr. kostnaður vegna varna í Gleiðarhjalla, 12 m.kr. í Hnífsdal og 18 m.kr. í Kubba.

Lögum samkvæmt greiðir Ofanflóðasjóður 90% af kostnaðinum og sveitarfélagið 10%. Sjóðurinn getur svo lánað sveitarfélaginu fyrir hlut þess ef þess er óskað.

Bæjaráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að sækja um 30 m.kr. lán til sjóðsins sem verður fært sem hluti af áætlaðri lántöku þessa árs.

DEILA