Íbúðir fyrir 40 nemendur Háskólasetur rísa að Fjarðarstræti 20

Nú liggja fyrir frumdrög að tveimur húsum á lóðinni Fjarðarstræti 20 hvort um sig með tveimur einingum fyrir 10 manns hvor.

Háskólasetur Vestfjarða ráðgerir að stofna húsnæðissjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur húsanna.

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti á fundi sínum 17. mars umsókn Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um að veita 12% stofnframlag til byggingar nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða, að fjárhæð kr. 93.897.600.

Á sama fundi var samþykkt að Ísafjarðarbær sjái um niðurrif skúrabyggingar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði og afhendi þannig lóðina tilbúna til byggingar.

DEILA