HROGNKELSI

Hrygnan, þ.e. grásleppan, getur orðið 60 cm löng en er oftast 35-54 cm og er hún mun stærri en hængurinn, rauðmaginn, sem hefur mælst lengstur 50 cm hér við land en er oftast 28-40 cm langur.

Hrognkelsi er allt í kringum landið en það hrygnir aðeins þar sem botn er harður. Göngufiskur sem heldur sig úti á reginhaf i hluta úr árinu en kemur upp á grunnmið til þess að hrygna síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, en þegar þau eru úti á reginhafi halda þau sig miðsævis og uppsjávar.

Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 m dýpi. Egg eru stór, botnlæg, og gætir hængurinn þeirra á meðan þau eru að klekjast út. Seiðin alast upp í þarabeltinu fyrst í stað en eftir um það bil eitt ár hverfa þau frá landi og halda sig uppsjávar í úthafinu.

Fæðan er einkum ljósáta, svif lægar marflær, smáhveljur o.fl.

Samheiti á íslensku: grásleppa, gráslemba=hrygna, rauðmagi, grámagi= hængur

DEILA