Hraðakstur á Patreksfirði

Nokkuð hefur verið um hraðakstur á Strandgötu á Patreksfirði þegar færð leyfir.

Lögreglumenn voru við mælingar á föstudag í um tvær klukkustundir og mældust 7 bifreiðar á of miklum hraða en hámarkshraði á götunni er 50 km/klst.

Ökuþórinn sem ók hvað hraðast mældist á 80 km/klst.

Lögreglan biðlar til ökumanna að flýta sér hægt og fara varlega og minnir að á að óvarinn göngustígur liggur meðfram götunni.

DEILA