Grunnskóli Ísafjarðar: fjáröflun 10. bekkjar um helgina

Tíundi bekkur Grunnskólans á Ísafirði verður með fjáröflum á sunnudaginn fyrir útskriftarferðina í vor.

Rekið verður kaffihús í Dokkunni á Ísafirði frá kl 16 til kl 21. Boðið verður upp á til sölu heimabakaðar kökur og heitt kaffi. Í kynningu segir að boðið verði uppá flest allar þær kökur sem þekkjast í þessu póstnúmeri, kaffi, gos, safa og að ógleymdum rjómanum góða. Nemendurnir koma til með að afgreiða sjálfir og foreldrar verða þeim til halds og traust.

Grunnskólanemendurnir ætla að skella sér í ævintýraferð í Bakkaflöt í Skagafirði þar sem þau fara í flúðaferðir, litabolta, hestaferðir og allskonar gaman saman. Þau hafa staðið í allskonar fjáröflunum í vetur sem flestar hafa gengið erfiðlega sökum faraldursins, en eru sannarlega ekki af baki dottin og eru dugleg að leita allra leiða til að fjármagna ferðina.

DEILA