Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið samþykktur. Listinn samanstendur annars vegar af fólki úr Sjálfstæðisflokknum og hins vegar af einstaklingum sem starfa utan stjórnmálaflokka. Hér kemur saman breið fylking fólks á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna í þágu samfélagsins í samvinnu við íbúa og fyrirtæki.

Sjálfstæðismenn og óháðir vilja halda áfram því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu undanfarin misseri og treysta það samstarf sem verið hefur í bæjarstjórn undanfarin misseri. Sjálfstæðismenn og óháðir ganga til kosninga bjartsýnir á framtíð Bolungarvíkur og og hafa hug á að endurráða núverandi bæjarstjóra, Jón Pál Hreinsson.

Framboðslisti „Sjálfstæðismanna og óháðra“ í Bolungarvík er skipaður eftirtöldum einstaklingum:

1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi

2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi

3. Kristján Jón Guðmundsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi

4. Kristín Ósk Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og bæjarfulltrúi

5. Anna Magdalena Preisner, þjónustufulltrúi

6. Þorbergur Haraldsson, kerfisstjóri

7. Trausti Salvar Kristjánsson, verkefnastjóri

8. Hulda Birna Albertsdóttir, deildarstjóri á Náttúrustofu Vestfjarða

9. Karitas S Ingimarsdóttir, sviðsstjóri íþrótta- og heilsueflingar

10. Rúna Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur

11. Helga Svandís Helgadóttir, kennari og nemi í landslagsarkitektúr

12. Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari

13. Helena Hrund Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur

14. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri

DEILA