Flateyri – Málþing og námskeið í smíði súðbyrðinga

Dagana 28. mars til 1. apríl er námskeið á Flateyri í smíði súðbyrðinga sem Birgir Þór Guðmundsson, einn félagsmanna Vitafélagsins-íslenkskrar strandmenningar stendur fyrir.

Handverk og hefðir við smíði súðbyrðinga er nú komið á lista Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna – UNESCO yfir menningarerfðir mannkynsins – listann yfir þýðingarmikla starfshætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar.

Í framhaldi af námskeiðinu mun Vitafélagið halda málþing á Gunnukaffi í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Byggðasafn Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstað og Menningar- og viðskiptaráðuneytið.

DEILA