Bolungarvíkurkaupstaður vinnur að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Hreggnasa og frístundabyggð á Hóli

Íbúar Bolungarvíkur voru 995 þann 1. mars.

Bolungarvíkurkaupstaður vinnur nú að gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Hreggnasasvæði og frístundabyggð við Hólsá í Bolungarvík.

Skipulagssvæðið skiptist í svæði (A) íbúðasvæði við Hreggnasa og afmarkast af Þjóðólfsvegi og Höfðastíg í norðri, Völusteinsstræti og grunnskólalóð í austri og Heilsustíg í vestri samtals um 9 hektarar að stærð og svæði (B) frístundabyggð afmarkast af Hólsá til norður og Kirkjuvegi til suður og er 1,5 hektarar að stærð. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við Aðalskipulag Bolungarvíkur 2020-2032 sem nú er á lokastigi.

Í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman lýsing á deiliskipulagsverkefninu sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Bolungarvíkur.

Frestur til að senda inn athugasemdir eða koma með ábendingar er varða skipulagslýsinguna er til 19. apríl n.k.

Íbúðarbyggð við Hreggnasa
Sumarhúsabyggð á Hóli

DEILA