Askar og Emblur

Fyrsti mennski karlinn í goðafræðinni bar nafnið Askur og þaðan kemur það nafn inn í íslenska nafnahefð.

Nöfnin úr goðafræðinni hafa notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og fjöldi þeirra sem bera nafnið Askur sem eina eða fyrra nafn hefur tæplega fimmfaldast á undanförnum tveimur áratugum.

Þó eru vinsældir nafnsins Asks margfalt minni en vinsældir Emblu, fyrstu mennsku konunnar í goðafræðinni, en fjöldi þeirra sem bera það nafn sem eina eða fyrra nafn er ríflega tífalt meiri og hefur fjölgað meira en sexfalt frá aldamótum.

DEILA