98% íbúafjölgunar á suðvesturhorni landsins

Reykhólar.

Landsmönnum fjölgaði um 959 frá 1. desember sl, til 1. mars. eða um 0,3%. Alls voru þá 376.989 með lögheimili á landinu. Fjölgunin var nær eingöngu á suðvesturhluta landsins. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 615 manns, um 204 á Suðurnesjum og um 121 á Suðurlandi. Þar varð fjölgunin nær eingöngu vestan Rangárþings eystra. Fjölgun íbúa á þessum þremur svæðum var 98% af allri íbúafjölguninni á landinu á þessum tíma.

Lítilsháttar fækkun varð á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra.

Á Vestfjörðum fækkað um 15 manns. Íbúar um síðustu mánaðamót voru 7.189 en höfðu verið 7.204 þann 1. desember 2021. Í Ísafjarðarbæ fækkaði um 7 íbúa, um 5 í Strandabyggð og um 4 í Vesturbyggð. Í Reykhólahreppi fjölgaði um 4 íbúa, um 2 í Súðavík og um 1 í Árneshreppi.

Íbúafjöldi 1. mars 2022.

DEILA