Tíð snjóflóð á Raknadalshlíð í Patreksfirði

Raknadalshlíð. ofanflóðakort.

Á mánudaginn féllu 3 snjóflóð á Raknadalshlíð í norðanverðum Patreksfirði og tvö á þriðjudaginn félllu nokkuð stærri snjóflóð við Stapana. Lokaðist vegurinn um tíma. Hlíðin er varasöm bæði vegna snjóflóða og aurskriða og falla mörg flóð á henni á hverjum vetri. Vegfarendur sem Bæjarins besta hefur rætt við hafa áhyggjur af öryggi á veginum og telja nauðsynlegt að ráðast í úrbætur.

Á vef Veðurstofunnar má finna ofanflóðakort fyrir Raknadalshlíðina og þar sést að snjóflóðastaðir skipta tugum. Í einu veðrinu í desember 2014 féllu 25 flóð á veginn. Nær svæðið frá Þúfneyri og inn að Stöpunum.

DEILA