Teitur Björn nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Ein­ars­son, lög­fræð­ingur og vara­þing­maður fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, hefur verið ráð­inn sem aðstoð­ar­maður Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra. Þetta stað­festir Brynjar Níels­son, annar aðstoð­ar­maður Jóns, í sam­tali við Kjarn­ann.

Teitur var kjör­inn á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi árið 2016, en hann hefur verið vara­þing­maður flokks­ins frá árinu 2017. Í síð­ustu kosn­ingum var hann í þriðja sæti á lista flokks­ins í Norðvesturkjördæmi.

Þetta er ekki fyrsta starf Teits sem aðstoð­ar­mað­ur, en á árunum 2014-2016 var hann aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra. fyrir það starf­aði hann hjá lög­manns­stof­unum LOGOS og Opus, auk þesss sem hann var í for­svari fyrir fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Eyr­ar­odda hf. á Flat­eyri.

DEILA