Sundkastið velur Hrund Karlsdóttir þjálfara ársins

Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungavíkur.

Hrund Karlsdóttir var valinn sundþjálfari ársins 2021 í Sundkastinu en hún þjálfar Sunddeild UMFB í Bolungarvík.

Við valið horfðu stjórnendur Sundkastsins til frammistöðu Sunddeildar UMFB á Aldursflokkameistaramóti Íslands á liðnu ári en deildin hreppti þar 9. sæti. Einnig var horft til öflugs starfs sunddeildarinnar sem væri öðrum til fyrirmyndar.

Um 50 krakkar stunda sundið í Bolungarvík hjá Hrund. Þar af æfa 5. og 7. bekkur fjórum sinnum í viku en eldri bekkir æfa fimm sinnum í viku sund og tvisvar þrek en Dagný Pálsdóttir annast þrekæfingar. 

Sunddeildin fer á nokkur mót yfir árið og þessa dagana er 7. bekkur nýkominn af Reykjavík International Games (RIG). Í maí er stefnt á að fara með elstu krakkana til Tenerife í viku.  

Sundkastið er nýlegur hlaðvarpsþáttur frá því í október á liðnu ári og þar er fjallað um sundíþróttina af þeim Snæ Jóhannssyni, sundþjálfara hjá KR, og Hilmari Smára Jónssyni, yfirþjálfara sunddeildar UMFA Aftureldingar í Mosfellsbæ. Umfjöllunin um þjálfara ársins er í 6. þætti frá 12. janúar 2022.

DEILA