Strandabyggð og Reykhólahreppur: óformlegar sameiningaviðræður hafnar

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Óformlegar viðræður milli Strandabyggðar og Reykhólahrepps um sameiningu sveitarfélaganna eru hafnar og var fyrsti fundurinn þann 20. janúar.

Sveitarstjórn Strandabyggðar bókar að góður samhljómur hafi verið með sveitarstjórnarfólki á fundinum og góð og hreinskiptin umræða hafi orðið um stöðu sveitarfélaganna.

Samþykkt var að senda Dalabyggð boð um fund sveitarstjórnarfólks í þessum þremur sveitarfélögum. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti að sækja um framlag til Jöfnunarsjóðs til óformlegra sameiningarviðræðna.

Í Strandabyggð reyndist á íbúafundi mestur stuðningur við sameiningu allra þriggja sveitarfélaganna í Strandasýslu og Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Kannaður var hugur þessara sveitarfélaga til slíkrar sameiningar og reyndist aðeins Reykhólahreppur jákvæður fyrir hugmyndinni að sinni.

DEILA