Stjórn­unar- og verndaráætlun fyrir Látra­bjarg

Full­trúar Umhverf­is­stofn­unar, Vest­ur­byggðar og land­eig­enda vinna nú að gerð stjórn­unar- og verndaráætl­unar fyrir Látra­bjarg.

Látrabjarg var friðlýst sem friðland í mars árið 2021. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt lífríki Látrabjargs og búsvæði fugla og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins og landslagi. Enn fremur er markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar og menningararf svæðisins en um menningarminjar fer samkvæmt ákvæðum minjalaga nr. 80/2012.

Friðlandið er um 37 km2 að stærð og er bæði um verndarsvæði á landi og í hafi að ræða.

Bjargið allt er um 14 km langt og yfir 440 m hátt þar sem það er hæst en sá hluti sem er innan friðlandsmarka er um 9,7 km langur og þar eru þéttustu sjófuglabyggðirnar. Látrabjarg er eitt stærsta fuglabjarg í Evrópu og flokkast sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Líffræðileg fjölbreytni er mikil og á varptíma er þar að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem byggir á góðu fæðuframboði og búsvæðum fyrir fugla.  
Alla jafna er talað um Látrabjarg sem eitt og hið sama en í raun skiptist það í fernt og draga hlutar þess nöfn sín af bæjarnöfnum í nágrenninu. Hlutarnir fjórir frá vestri til austurs eru: Látrabjarg (Hvallátur), Bæjarbjarg (Saurbær á Rauðasandi), Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg.

DEILA