Patrekshöfn: 615 tonn í janúar

Patrekur BA. Mynd: Patrekshöfn.

Alls bárust 615 tonn af bolfiski að landi í Paatrekshöfn í janúar. Vestri BA var á botnfiskveiðum og aflaði 250 tonn. Línuaflinn var 365 tonn. Þar var Núpur BA með 216 tonn og Patrekur BA landaði 127 tonnum. Þrír bátar Sindri BA, Fönix BA og Agnar BA veiddu samtals 24 tonn í mánuðinum á línu.

Suðureyrarhöfn 239 tonn

Landað var 239 tonnum af botnfiski á Suureyri í mánuðinum sem allur var veiddur á línu og handfæri. Einar Guðnason veiddi 162 tonn í 15 róðrum. Hrefna ÍS var með 56 tonn. Eyrarröst ÍS og Gjafar ÍS voru samtals með 10 tonn.

Tveir handfærabátar Valdís ÍS og Straumnes ÍS voru á handfærum og veiddu samtals 12 tonn.

DEILA