Vegna óveðurs í kvöld hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna frá klukkan 17:00 í dag.
Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður starfrækt frá og með þá og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
Eins og fram hefur komið þá hefur Veðurstofa Íslands fært veður viðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld.
Á Vestfjörðum er spáð norðaustan stormi eða rok, 20-28 m/s, með snjókomu eða slyddu.
Útlit fyrir samgöngutruflanir og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.
Líkur eru á foktjóni og fólki er ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
Á Vestfjörðum er því spáð að veðrið gangi ekki niður fyrr en seinni partinn á morgun.