Línuívilnun afnumin í ýsu og löngu

Frá og með fimmtudeginum 3. febrúar 2022 er felld niður línuívilnun í ýsu og löngu sem ákveðin er í reglugerð nr. 921/2021 um línuívilnun segir í tilkynningu frá Fiskistofu.

Á síðasta ári átti línuívilnun að falla niður frá 11 febrúar en þáverandi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra Kristján Þór Júlí­us­son fram­lengdi línuíviln­un þannig að hún var í gildi út maí.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur nýlega svarað erindi Landssambands smábátaeigenda um að auka leyfilegan heildarafla í ýsu um 8.000 tonn.  Þar segir m.a.:

„Því hefur verið ákveðið að auka ekki aflaheimildir í ýsu að sinni.  Þess í stað verði fylgst áfram með þróun ýsuveiða næstu vikur og mánuði í samráði við Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.“

Óvissa er því um hvort línuívilnun taki aftur gildi á þessu fiskveiðiári.

DEILA