Karfan: syrtir í álinn fyrir Vestra

Frá leik Vestra á siðasta vestri.

Karlalið Vestra í körfuknattleik lék í gærkvöldi við Tindastól frá Sauðárkróki í Jakanum á Torfnesi.

Norðanmenn tóku strax forystuna og höfðu 12 stiga forskot í hálfleik. Forysta þeirra jókst í þriðja leikhluta um 8 stig til viðbótar. Lokaleikhutann unnu Vestramenn með 3 stigum og lokastaðan var 88:107 nítjan stiga sigur Sauðkrækinga.

Marko Jurica var stigahæstur heimamanna með 26 stig, Hilmir Hallgrímsson gerði 22 stig, Ken-Jah Bosley var með 14 stig og Nemanja Knezevic setti niður 12 stig.

Vestri er nú í 11. sæti og því næstneðsta eftir 16 umferðir af 22 með 6 stig. Nokkuð langt er í næsta lið sem er KR en það hefur fengið 14 stig. Tvö neðstu liðin falla niður um deild og er róðurinn orðinn þungur fyrir Vestramenn eigi þeir að forðast fall.

DEILA