Karfan: syrtir í álinn fyrir Vestra

Karlalið Vestra í körfuknattleik lék í gærkvöldi við Tindastól frá Sauðárkróki í Jakanum á Torfnesi.

Norðanmenn tóku strax forystuna og höfðu 12 stiga forskot í hálfleik. Forysta þeirra jókst í þriðja leikhluta um 8 stig til viðbótar. Lokaleikhutann unnu Vestramenn með 3 stigum og lokastaðan var 88:107 nítjan stiga sigur Sauðkrækinga.

Marko Jurica var stigahæstur heimamanna með 26 stig, Hilmir Hallgrímsson gerði 22 stig, Ken-Jah Bosley var með 14 stig og Nemanja Knezevic setti niður 12 stig.

Vestri er nú í 11. sæti og því næstneðsta eftir 16 umferðir af 22 með 6 stig. Nokkuð langt er í næsta lið sem er KR en það hefur fengið 14 stig. Tvö neðstu liðin falla niður um deild og er róðurinn orðinn þungur fyrir Vestramenn eigi þeir að forðast fall.